Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 18:31 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10