Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2019 18:15 Í riti Seðlabankans er farið yfir það að í kjölfar bankahrunsins hafi erlendu kortafyrirtækin fjarlægt íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kerfum sínum. Fréttablaðið/Anton Erfiðara væri nú fyrir íslensk stjórnvöld að tryggja áframhaldandi virkni greiðslukorta ef til kæmi annað fjárhagslegt áfall á borð við það sem íslenskt efnahagslíf gekk í gegnum árið 2008. Þetta kemur fram í Fjármálainnviðum 2019, riti Seðlabanka Íslands. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. „Ástæðan er sú að færsluhirðing á þessum kortum hefur færst úr landi en var áður í höndum innlendra aðila. Þetta er ekki síst áhyggjuefni vegna þess að innlendar rafrænar varaleiðir í smágreiðslumiðlun skortir.“ Í riti Seðlabankans er farið yfir það að í kjölfar bankahrunsins hafi erlendu kortafyrirtækin fjarlægt íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kerfum sínum. Seðlabankinn brást þá við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til söluaðila. Á þessum tíma voru kreditkortafærslur unnar af erlendu kortafyrirtækjunum á meðan íslenskar debetkortafærslur voru unnar innanlands í kerfum undir íslenskri stjórn. Þar að auki var talnarunan á debetkortum útgefin af íslenskum aðilum. Í ljósi þessa var ekki hætta á því að erlendu kortaútgefendurnir gætu hamlað notkun debetkorta innanlands þó að þau væru gefin út með þeirra leyfi. Þannig leit Seðlabankinn á debetkort sem ákjósanlega varaleið í rafrænum viðskiptum ef að vandamál yrðu með notkun kreditkorta.Hafa áhyggjur af því að stjórnvöld muni mögulega ekki geta tryggt virkni debetkorta Í svari við fyrirspurn Vísis er það staðfest að Seðlabanki Íslands hafi áhyggjur af því að stjórnvöld muni mögulega ekki geta aftur tryggt virkni debetkorta með sama hætti ef til kæmi annað fjárhagslegt áfall. Með tilkomu nýrrar tegundar debetkorta hér á landi eru talnarunurnar komnar undir stjórn erlendu kortafyrirtækjanna og vinnsla debetkortafærslna (svonefnd færsluhirðing) hefur færst úr landi. Þær fara nú í gegnum sömu erlendu kerfi og kreditkortafærslur gerðu áður. Um leið verður erfiðara fyrir Seðlabankann og íslensk stjórnvöld að tryggja virkni debetkorta ef erlendu kortafyrirtækin ákveða að grípa til aðgerða. Í þessu samhengi segir Seðlabankinn mikilvægt að til staðar sé ein eða fleiri varaleið í rafrænni greiðslumiðlun sem íslensk stjórnvöld geti haft fullt forræði yfir á tímum áfalla. Bankinn telur mikilvægt að hugað sé að þessari áhættu, sérstaklega þar sem hann spáir því að Íslendingar muni halda áfram að draga úr notkun reiðufjár. Í svörum Seðlabanka er það tiltekið að vandinn hér á landi sé að smágreiðsluumhverfið sé einhæft og það skorti mjög greiðsluleiðir sem eru ekki háðar innviðum erlendu kortafyrirtækjanna. Þetta sé ekki raunin á hinum Norðurlöndunum þar sem ýmist eru til staðar sjálfstæðir innlendir kortainnviðir eða vinsæl smáforrit sem tengjast beint við innlánsreikninga í bönkum. Seðlabankinn vill sjá íslenskar fjármálastofnanir þróa álíka greiðslulausn, sem til að mynda væri hægt að nota til greiðslu í verslun í stað greiðslukorts.Slíkt smáforrit er í þróun hjá Reiknistofu bankanna, sem er beintengt við bankareikning og nýtir sameiginlega innviði íslenska bankakerfisins til þess að vinna úr greiðslum. Reiknistofa bankanna er meðal annars í sameiginlegri eigu íslenskra banka og sparisjóða. Einnig hefur Seðlabankinn í þessu samhengi skoðað útgáfu sérstakrar rafkrónu, sem yrði alfarið undir stjórn bankans. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Erfiðara væri nú fyrir íslensk stjórnvöld að tryggja áframhaldandi virkni greiðslukorta ef til kæmi annað fjárhagslegt áfall á borð við það sem íslenskt efnahagslíf gekk í gegnum árið 2008. Þetta kemur fram í Fjármálainnviðum 2019, riti Seðlabanka Íslands. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. „Ástæðan er sú að færsluhirðing á þessum kortum hefur færst úr landi en var áður í höndum innlendra aðila. Þetta er ekki síst áhyggjuefni vegna þess að innlendar rafrænar varaleiðir í smágreiðslumiðlun skortir.“ Í riti Seðlabankans er farið yfir það að í kjölfar bankahrunsins hafi erlendu kortafyrirtækin fjarlægt íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kerfum sínum. Seðlabankinn brást þá við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna kortaútgefanda til söluaðila. Á þessum tíma voru kreditkortafærslur unnar af erlendu kortafyrirtækjunum á meðan íslenskar debetkortafærslur voru unnar innanlands í kerfum undir íslenskri stjórn. Þar að auki var talnarunan á debetkortum útgefin af íslenskum aðilum. Í ljósi þessa var ekki hætta á því að erlendu kortaútgefendurnir gætu hamlað notkun debetkorta innanlands þó að þau væru gefin út með þeirra leyfi. Þannig leit Seðlabankinn á debetkort sem ákjósanlega varaleið í rafrænum viðskiptum ef að vandamál yrðu með notkun kreditkorta.Hafa áhyggjur af því að stjórnvöld muni mögulega ekki geta tryggt virkni debetkorta Í svari við fyrirspurn Vísis er það staðfest að Seðlabanki Íslands hafi áhyggjur af því að stjórnvöld muni mögulega ekki geta aftur tryggt virkni debetkorta með sama hætti ef til kæmi annað fjárhagslegt áfall. Með tilkomu nýrrar tegundar debetkorta hér á landi eru talnarunurnar komnar undir stjórn erlendu kortafyrirtækjanna og vinnsla debetkortafærslna (svonefnd færsluhirðing) hefur færst úr landi. Þær fara nú í gegnum sömu erlendu kerfi og kreditkortafærslur gerðu áður. Um leið verður erfiðara fyrir Seðlabankann og íslensk stjórnvöld að tryggja virkni debetkorta ef erlendu kortafyrirtækin ákveða að grípa til aðgerða. Í þessu samhengi segir Seðlabankinn mikilvægt að til staðar sé ein eða fleiri varaleið í rafrænni greiðslumiðlun sem íslensk stjórnvöld geti haft fullt forræði yfir á tímum áfalla. Bankinn telur mikilvægt að hugað sé að þessari áhættu, sérstaklega þar sem hann spáir því að Íslendingar muni halda áfram að draga úr notkun reiðufjár. Í svörum Seðlabanka er það tiltekið að vandinn hér á landi sé að smágreiðsluumhverfið sé einhæft og það skorti mjög greiðsluleiðir sem eru ekki háðar innviðum erlendu kortafyrirtækjanna. Þetta sé ekki raunin á hinum Norðurlöndunum þar sem ýmist eru til staðar sjálfstæðir innlendir kortainnviðir eða vinsæl smáforrit sem tengjast beint við innlánsreikninga í bönkum. Seðlabankinn vill sjá íslenskar fjármálastofnanir þróa álíka greiðslulausn, sem til að mynda væri hægt að nota til greiðslu í verslun í stað greiðslukorts.Slíkt smáforrit er í þróun hjá Reiknistofu bankanna, sem er beintengt við bankareikning og nýtir sameiginlega innviði íslenska bankakerfisins til þess að vinna úr greiðslum. Reiknistofa bankanna er meðal annars í sameiginlegri eigu íslenskra banka og sparisjóða. Einnig hefur Seðlabankinn í þessu samhengi skoðað útgáfu sérstakrar rafkrónu, sem yrði alfarið undir stjórn bankans.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53
Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59