Endurvekur útlendinganefnd með utanaðkomandi aðstoð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 18:45 Dómsmálaráðherra telur að endurskoða þurfi málefni útlendinga í heild sinni. Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira