Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 11:39 Eva Þóra Hartmannsdóttir segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt. Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt.
Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira