María í fjórða sætinu eftir fyrri daginn á Madeira Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júlí 2019 19:30 María Rún er að gera flotta hluti á Madeira. MYND/FRÍ Margt af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu er nú á eyjunni Madeira, rétt fyrir utan Portúgal, þar sem það keppir á Evrópubikarnum í fjölþrautum. Keppt er bæði í einstaklingskeppni og svo eru stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Ísland er nú í neðstu deildinni. Fyrri keppnisdegi er nú lokið og efst er FH-ingurinn, María Rún Gunnlaugsdóttir, en hún er í fjórða sæti þegar fjórum greinum af sjö er lokið. Hún er með 3328 stig, aðeins 44 stigum frá verðlaunasæti. María lenti í fimmta sæti í 100 metra grindarhlaupi, hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökki stökk hún 1,75 metra sem er hennar besti árangur utanhúss en innanhúss hefur hún stokkið 1,76 metra. Í 200 metra hlaupi hljóp hún á 25,51 sekúndu sem er einnig persónulegt met. María hefur náð betri árangri í öllum greinum dagsins en þegar hún átti sína bestu þraut. Sá árangur er frá árinu 2017 og er 5488 stig. Benjamín Jóhann Johnsen er í sjöunda sæti í karlaflokki með 3667 stig er keppni er hálfnuð. Hann sigraði hástökkið er hann stökk 1,98 metra og var það stökk einum sentímetra frá besta árangri hans utanhúss. Þegar svipup keppni fór fram í Svíþjóð í byrjun júní þá var hann með 3449 stig eftir fyrri daginn. Eins og áður segir þá er hann nú komin í 3667 stig svo bæting hjá Benjamín. Ísak Óli Traustason er ellefti með 3586 stig og Andri Fannar Gíslason og Glódís Edda Þuríðardóttir eru í nítjánda sæti. Sindri Magnússon þurfti að hætta þátttöku eftir fjórar greinar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira
Margt af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu er nú á eyjunni Madeira, rétt fyrir utan Portúgal, þar sem það keppir á Evrópubikarnum í fjölþrautum. Keppt er bæði í einstaklingskeppni og svo eru stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Ísland er nú í neðstu deildinni. Fyrri keppnisdegi er nú lokið og efst er FH-ingurinn, María Rún Gunnlaugsdóttir, en hún er í fjórða sæti þegar fjórum greinum af sjö er lokið. Hún er með 3328 stig, aðeins 44 stigum frá verðlaunasæti. María lenti í fimmta sæti í 100 metra grindarhlaupi, hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökki stökk hún 1,75 metra sem er hennar besti árangur utanhúss en innanhúss hefur hún stokkið 1,76 metra. Í 200 metra hlaupi hljóp hún á 25,51 sekúndu sem er einnig persónulegt met. María hefur náð betri árangri í öllum greinum dagsins en þegar hún átti sína bestu þraut. Sá árangur er frá árinu 2017 og er 5488 stig. Benjamín Jóhann Johnsen er í sjöunda sæti í karlaflokki með 3667 stig er keppni er hálfnuð. Hann sigraði hástökkið er hann stökk 1,98 metra og var það stökk einum sentímetra frá besta árangri hans utanhúss. Þegar svipup keppni fór fram í Svíþjóð í byrjun júní þá var hann með 3449 stig eftir fyrri daginn. Eins og áður segir þá er hann nú komin í 3667 stig svo bæting hjá Benjamín. Ísak Óli Traustason er ellefti með 3586 stig og Andri Fannar Gíslason og Glódís Edda Þuríðardóttir eru í nítjánda sæti. Sindri Magnússon þurfti að hætta þátttöku eftir fjórar greinar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira