Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 07:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45