Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 12:12 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira