Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:30 Eiríkur Rögnvaldsson var prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og kenndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þegar hún nam íslensku við þann sama skóla. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt. Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent