Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 15:05 Mjaldrarnir komnir til Eyja. Ekki er vitað hvort þetta er Litla-Hvít eða Litla-Grá. aðsend Vísi barst einstæð mynd af öðrum mjaldrinum en eins og vart ætti að hafa farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með eru mjaldrar tveir, Litla-Hvít og Litla-Grá, nú komnir til Vestmannaeyja. Þangað voru mjaldrarnir fluttir í gær með ærinni fyrirhöfn. Ekki hafa fyrr birst myndir af mjöldrunum tveimur eftir að þeir lögðu í þessa langferð til Íslands alla leið frá Sjahghæ. Og næstu tvo mánuði verða þeir svo hafðir í sóttkví og því verða ekki nema þeir sem annast þessi frægu sjávarspendýr sem fá þau augum barið. En eins og fréttastofa hefur greint frá virðist hafa vel til tekist með að ferja þá til Eyja; þeir eru nú farnir að hreyfa sig og éta sem er góðs viti.Mjaldurinn einstaklega vinalegur hvalur, kubbslegur, með hlutfallslega lítinn haus, hátt enni og stutt trýni. Hálsinn er stuttur og hálsliðirnir ekki samgrónir eins og hjá flestum hvölum og því er höfuðið hreyfanlegra en hjá öðrum hvölum.aðsendLjósmyndarinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir það leyndarmál hvernig hann náði myndinni en þar má sjá ofan í gám annars mjaldursins hvar hann marar í hálfu kafi í sérstökum seglbörum. Eftir því sem Vísir kemst næst ríkir almennt mikil ánægja í Eyjum með komu þessara nýju íbúa. Eyjaskeggjar hafa af því reynslu að taka á móti dýrum sem þessum en frægt er þegar háhyrningurinn Keikó dvaldi í Eyjum um hríð. Áður en hann svo flúði til Noregs hvar hann drapst. Þetta telja Eyjamenn hins vegar allt annað og betra dæmi. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísi barst einstæð mynd af öðrum mjaldrinum en eins og vart ætti að hafa farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með eru mjaldrar tveir, Litla-Hvít og Litla-Grá, nú komnir til Vestmannaeyja. Þangað voru mjaldrarnir fluttir í gær með ærinni fyrirhöfn. Ekki hafa fyrr birst myndir af mjöldrunum tveimur eftir að þeir lögðu í þessa langferð til Íslands alla leið frá Sjahghæ. Og næstu tvo mánuði verða þeir svo hafðir í sóttkví og því verða ekki nema þeir sem annast þessi frægu sjávarspendýr sem fá þau augum barið. En eins og fréttastofa hefur greint frá virðist hafa vel til tekist með að ferja þá til Eyja; þeir eru nú farnir að hreyfa sig og éta sem er góðs viti.Mjaldurinn einstaklega vinalegur hvalur, kubbslegur, með hlutfallslega lítinn haus, hátt enni og stutt trýni. Hálsinn er stuttur og hálsliðirnir ekki samgrónir eins og hjá flestum hvölum og því er höfuðið hreyfanlegra en hjá öðrum hvölum.aðsendLjósmyndarinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir það leyndarmál hvernig hann náði myndinni en þar má sjá ofan í gám annars mjaldursins hvar hann marar í hálfu kafi í sérstökum seglbörum. Eftir því sem Vísir kemst næst ríkir almennt mikil ánægja í Eyjum með komu þessara nýju íbúa. Eyjaskeggjar hafa af því reynslu að taka á móti dýrum sem þessum en frægt er þegar háhyrningurinn Keikó dvaldi í Eyjum um hríð. Áður en hann svo flúði til Noregs hvar hann drapst. Þetta telja Eyjamenn hins vegar allt annað og betra dæmi.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35