Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira