Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 19:17 Forsetinn ásamt eiginkonu sinni Melaniu, varaforsetanum og eiginkonu hans. Getty/Bloomberg Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira