16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi. Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi.
Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira