Þrjár af leikjahæstu landsliðskonum sögunnar eiga allar afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 15:45 Glódís Perla Viggósdóttir heldur upp á 24 ára afmælisdaginn sinn í dag. vísir/vilhelm 27. júní er góður dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þrjár reyndar íslenskar landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, fæddust á þessum degi. Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir halda nefnilega allar upp á afmælið sitt í dag. Allar eru þær í hópi tuttugu leikjahæsti landsliðskvenna sögunnar. Glódís Perla Viggósdóttir er enn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu, Harpa Þorsteinsdóttir er sjöunda markahæsta landsliðskona sögunnar og Katrín Ómarsdóttir spilaði 69 leiki með íslenska landsliðinu á árum áður. Glódís Perla hefur spilað 77 A-landsleiki fyrir 24 ára afmælið sitt og er komin í hóp leikjahæstu landsliðskvenna sögunnar. Hún spilar nú FC Rosengård með í Svíþjóð eins og hún hefur gert undanfarin ár. Harpa Þorsteinsdóttir missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hún hefur skorað 19 mörk í 67 landsleikjum. Katrín Ómarsdóttir er að spila með KR í Pepsi Max deild kvenna og var bæði með mark og stoðsendingu um síðustu helgi þegar KR-liðið tók stig af Þór/KA fyrir norðan. Katrín varð á sínum tíma tvöfaldur Englandsmeistari með Liverpool. Katrín skoraði 10 mörk í sínum 69 landsleikjum. Knattspyrnusamband Íslands óskaði þeim öllum til hamingju með daginn á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Harpa Þorsteinsdóttir er eitt af þremur afmælisbörnum dagsins, en hún fagnar 33 ára afmæli sínu í dag! Harpa Þorsteinsdóttir celebrates her 33rd birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/ApL3QScEho — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Afmælsibarn dagsins númer 2. Glódís Perla Viggósdóttir er 24 ára í dag! Eigðu frábæran dag! Glódís Perla Viggósdóttir celebrates her 24th birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/FwFL8acoVf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Og að lokum er það Katrín Ómarsdóttir sem fagnar afmæli í dag, en hún er 32 ára. Til hamingju Katrín! Katrín Ómarsdóttir celebrates here 32nd birthday today. She has 69 caps and has scored in them 10 goals.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/cORQImFPtp — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019 Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
27. júní er góður dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þrjár reyndar íslenskar landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, fæddust á þessum degi. Glódís Perla Viggósdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir halda nefnilega allar upp á afmælið sitt í dag. Allar eru þær í hópi tuttugu leikjahæsti landsliðskvenna sögunnar. Glódís Perla Viggósdóttir er enn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu, Harpa Þorsteinsdóttir er sjöunda markahæsta landsliðskona sögunnar og Katrín Ómarsdóttir spilaði 69 leiki með íslenska landsliðinu á árum áður. Glódís Perla hefur spilað 77 A-landsleiki fyrir 24 ára afmælið sitt og er komin í hóp leikjahæstu landsliðskvenna sögunnar. Hún spilar nú FC Rosengård með í Svíþjóð eins og hún hefur gert undanfarin ár. Harpa Þorsteinsdóttir missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hún hefur skorað 19 mörk í 67 landsleikjum. Katrín Ómarsdóttir er að spila með KR í Pepsi Max deild kvenna og var bæði með mark og stoðsendingu um síðustu helgi þegar KR-liðið tók stig af Þór/KA fyrir norðan. Katrín varð á sínum tíma tvöfaldur Englandsmeistari með Liverpool. Katrín skoraði 10 mörk í sínum 69 landsleikjum. Knattspyrnusamband Íslands óskaði þeim öllum til hamingju með daginn á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Harpa Þorsteinsdóttir er eitt af þremur afmælisbörnum dagsins, en hún fagnar 33 ára afmæli sínu í dag! Harpa Þorsteinsdóttir celebrates her 33rd birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/ApL3QScEho — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Afmælsibarn dagsins númer 2. Glódís Perla Viggósdóttir er 24 ára í dag! Eigðu frábæran dag! Glódís Perla Viggósdóttir celebrates her 24th birthday today!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/FwFL8acoVf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019Og að lokum er það Katrín Ómarsdóttir sem fagnar afmæli í dag, en hún er 32 ára. Til hamingju Katrín! Katrín Ómarsdóttir celebrates here 32nd birthday today. She has 69 caps and has scored in them 10 goals.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/cORQImFPtp — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 27, 2019
Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira