Langá hækkaði um 30 sm í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 09:42 Horft niður að Efri Hvítstaðahyl í Langá í morgun. Áin er komin í gullvatn. Mynd: Hilmar Jónsson Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði