Geldingatjörn kemur vel undan vetri Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2023 11:38 Georg Andersen með fallegan urriða úr Geldingatjörn Geldingatjörn er lítið en gjöfult stöðuvatn í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í einkaeigu og sér Fish Partner um sölu veiðileyfa. Geldingatjörn sést ekki frá þjóðveginum og því upplifa veiðimenn sig í ósnortinni náttúrunni þrátt fyrir nálægðina við höfuðborgina. Vatnið er 0,6 ferkílometrar og að meðaltali þriggja metra djúpt. Í vatninu er mikið af urriða af Þingvallavatnsstofni. Það eru allt of fáir sem hafa prófað þetta vatn en það má klárlega mæla með því. Bæði er takmarkaður stangafjöldi svo það verður aldrei ofsetið við bakkann en að sama skapi er veiðin í vatninu góð og fiskarnir geta orðið stórir. Veiði hest í vatninu um leið og ísa leysir en veiðimenn sem fóru í vatnið í gær eru líklega með þeim fyrstu sem kasta flugu fyrir fisk þar í vor. Í aðeins rétt tveggja tíma stoppi var sett í nokkra fiska og töku voru einnig þó nokkrar þess fyrir utan. Eingöngu var veitt á straumflugur á strippi og virtist sú aðferð bara ganga býnsa vel upp. Veiðimenn sem ætla að leggja leið sína í vatnið næstu daga er bent á að neðsti parturinn af brekkunni að vatninu er mikil drulla og veiðimenn ættu alfarið að sleppa því að keyra niður á grasbalann heldur leggja ofan við veginn þar sem stutti afleggjarinn niður að vatninu liggur. Stangveiði Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði
Geldingatjörn sést ekki frá þjóðveginum og því upplifa veiðimenn sig í ósnortinni náttúrunni þrátt fyrir nálægðina við höfuðborgina. Vatnið er 0,6 ferkílometrar og að meðaltali þriggja metra djúpt. Í vatninu er mikið af urriða af Þingvallavatnsstofni. Það eru allt of fáir sem hafa prófað þetta vatn en það má klárlega mæla með því. Bæði er takmarkaður stangafjöldi svo það verður aldrei ofsetið við bakkann en að sama skapi er veiðin í vatninu góð og fiskarnir geta orðið stórir. Veiði hest í vatninu um leið og ísa leysir en veiðimenn sem fóru í vatnið í gær eru líklega með þeim fyrstu sem kasta flugu fyrir fisk þar í vor. Í aðeins rétt tveggja tíma stoppi var sett í nokkra fiska og töku voru einnig þó nokkrar þess fyrir utan. Eingöngu var veitt á straumflugur á strippi og virtist sú aðferð bara ganga býnsa vel upp. Veiðimenn sem ætla að leggja leið sína í vatnið næstu daga er bent á að neðsti parturinn af brekkunni að vatninu er mikil drulla og veiðimenn ættu alfarið að sleppa því að keyra niður á grasbalann heldur leggja ofan við veginn þar sem stutti afleggjarinn niður að vatninu liggur.
Stangveiði Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði