Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2019 13:15 Herðubreið er gjarnan kölluð drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm „Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
„Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira