„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:51 Lyfinu fylgja alls kyns aukaverkanir. Karl Tapales/Getty Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna. Lyf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna.
Lyf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira