Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 20:13 Herinn kom Omar al Bashir frá völdum fyrir meira en tveimur mánuðum síðan. GettyAnadoluAgency Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða. Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða.
Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33
Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45