Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 20:58 Ragnar fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) - EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) -
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45