Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 21:35 Dæmi um falsaða frétt sem notuð er til að gabba fólk til að greiða svikahröppum peninga. Vísir/EPA Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma. Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma.
Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00