Facebook bítur ekki á agnið vegna gervimyndbands af Zuckerberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/skjáskot Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35
Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45