Vonast til að takist að finna lausn sem allir geti sætt sig við Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 22:00 Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. Getty Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“ Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“
Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25