Maðurinn sem stakk forseta Brasilíu metinn ósakhæfur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 10:11 Jair Bolsonaro var stunginn þegar hann var í framboði til forseta Brasilíu. NurPhoto/Getty Karlmaður sem stakk Jair Bolsonaro á stuðningsmannafundi þess síðarnefnda í september í fyrra hefur verið metinn ósakhæfur sökum geðrænna vandamála. Ekki er hægt að sækja manninn, Adélio Bispo de Oliveira, til saka samkvæmt dómara í Brasilíu, þar sem hann var ekki fyllilega meðvitaður um gjörðir sínar þegar hann framdi árásina. Bolsonaro var frambjóðandi til embættis forseta þegar árásin átti sér stað. BBC segir frá. De Oliveira var hins vegar metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og hefur verið fangelsaður um óákveðinn tíma svo hægt sé að verða honum úti um viðeigandi aðstoð.Telur árásina hafa verið skipulagða Bolsonaro var ekki ánægður með niðurstöðu dómsins og hyggst áfrýja honum. „Ég verð í sambandi við lögmann minn. Ég reyni að gera allt sem hægt er,“ sagði Bolsonaro í viðtali við brasilíska miðla í gær. Forsetinn telur árásina hafa átt sér pólitískar ástæður. Hann heldur því einnig fram að hún hafi verið skipulögð af öðrum en de Oliveira sjálfum „Þeir reyndu að drepa mig. Ég veit hverjir voru að verki, en ég get ekki sagt það. Ég vil ekki dæma neinn fyrir fram,“ sagði forsetinn. „Þetta er glæpur gegn forsetaframbjóðanda sem nú hefur valdið og við verðum að komast að lokaafleiðingum þess máls.“ Fyrir nokkrum vikum síðan fyrirskipaði dómari að de Oliveira skyldi vistaður á stofnun fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Brasilía Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Karlmaður sem stakk Jair Bolsonaro á stuðningsmannafundi þess síðarnefnda í september í fyrra hefur verið metinn ósakhæfur sökum geðrænna vandamála. Ekki er hægt að sækja manninn, Adélio Bispo de Oliveira, til saka samkvæmt dómara í Brasilíu, þar sem hann var ekki fyllilega meðvitaður um gjörðir sínar þegar hann framdi árásina. Bolsonaro var frambjóðandi til embættis forseta þegar árásin átti sér stað. BBC segir frá. De Oliveira var hins vegar metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og hefur verið fangelsaður um óákveðinn tíma svo hægt sé að verða honum úti um viðeigandi aðstoð.Telur árásina hafa verið skipulagða Bolsonaro var ekki ánægður með niðurstöðu dómsins og hyggst áfrýja honum. „Ég verð í sambandi við lögmann minn. Ég reyni að gera allt sem hægt er,“ sagði Bolsonaro í viðtali við brasilíska miðla í gær. Forsetinn telur árásina hafa átt sér pólitískar ástæður. Hann heldur því einnig fram að hún hafi verið skipulögð af öðrum en de Oliveira sjálfum „Þeir reyndu að drepa mig. Ég veit hverjir voru að verki, en ég get ekki sagt það. Ég vil ekki dæma neinn fyrir fram,“ sagði forsetinn. „Þetta er glæpur gegn forsetaframbjóðanda sem nú hefur valdið og við verðum að komast að lokaafleiðingum þess máls.“ Fyrir nokkrum vikum síðan fyrirskipaði dómari að de Oliveira skyldi vistaður á stofnun fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða.
Brasilía Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira