Miður sín vegna ummæla Whoopi Goldberg um nektarmyndirnar Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 13:19 Bella Thorne. Vísir/Getty Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47