Hafa áhyggjur af geðheilsu og snjallsímanotkun í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2019 07:45 Í Öldutúnsskóla eru snjallsímar bannaðir á skólatíma. Fréttablaðið/Anton Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira