Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 19:00 Trump var ekki sáttur við ummæli Markle. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“. Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“.
Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira