Leynimorðinginn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 „Ég vil ekki deyja,“ sagði 16 ára unglingur sem var í heimsókn hjá okkur um leið og hann staulaðist til að ná sér í stórt vatnsglas. Skömmu áður hafði ég lýst áhyggjum mínum af heilsu hans eftir að hafa horft á barnið sem er í yfirþyngd borða stóran snakkpoka, sextán tommu pitsu, brauðstangir og drukkið tvo lítra af gosi. Annað dæmi um næringu barna hér í hjarta Kísildalsins var þegar drengirnir mínir komu gapandi heim eftir fyrsta skóladaginn því helmingur skólasystkina þeirra nærðist á snakki og gosi í hádeginu. Þriðja kemur frá körfuboltamótum þar sem foreldrar eru duglegir að dæla snakki, nammi og gosi í börnin eftir leik. Samt er talsverð vakning hér um heilsu og til dæmis sést enginn reykja sígarettur eða rafsígarettur. Nú er ég ekki að halda því fram að við gefum börnunum okkar bara avókadó og appelsínur – en þarna finnst mér full langt gengið í að halda óhollustu að börnunum. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi fæða er vopn í hendi leynimorðingja nokkurs sem er frægur fyrir að valda skaða og stytta líf. Hann fer hljóðlega um því við verðum ekki þess vör þegar hann byrjar að hreiðra um sig í líkamanum. Hár blóðþrýstingur er þess vegna kallaður leynimorðingi af amerísku hjartasamtökunum en hann hrjáir um þriðjung manna og er orsök flestra ótímabærra andláta undir 65 ára aldri. Oft er háþrýstingur áunninn, til dæmis ef við borðum of mikið salt eða ruslfæði. Það er svo sem í lagi að leyfa börnunum okkar að smakka snakk en höfum hugfast að við foreldrarnir berum ábyrgð á hvaða fæði þau venjast að borða því hegðun er allt að 95% vani. Það getur aldrei verið til góðs að halda að börnunum fæði sem getur stytt líf þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
„Ég vil ekki deyja,“ sagði 16 ára unglingur sem var í heimsókn hjá okkur um leið og hann staulaðist til að ná sér í stórt vatnsglas. Skömmu áður hafði ég lýst áhyggjum mínum af heilsu hans eftir að hafa horft á barnið sem er í yfirþyngd borða stóran snakkpoka, sextán tommu pitsu, brauðstangir og drukkið tvo lítra af gosi. Annað dæmi um næringu barna hér í hjarta Kísildalsins var þegar drengirnir mínir komu gapandi heim eftir fyrsta skóladaginn því helmingur skólasystkina þeirra nærðist á snakki og gosi í hádeginu. Þriðja kemur frá körfuboltamótum þar sem foreldrar eru duglegir að dæla snakki, nammi og gosi í börnin eftir leik. Samt er talsverð vakning hér um heilsu og til dæmis sést enginn reykja sígarettur eða rafsígarettur. Nú er ég ekki að halda því fram að við gefum börnunum okkar bara avókadó og appelsínur – en þarna finnst mér full langt gengið í að halda óhollustu að börnunum. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi fæða er vopn í hendi leynimorðingja nokkurs sem er frægur fyrir að valda skaða og stytta líf. Hann fer hljóðlega um því við verðum ekki þess vör þegar hann byrjar að hreiðra um sig í líkamanum. Hár blóðþrýstingur er þess vegna kallaður leynimorðingi af amerísku hjartasamtökunum en hann hrjáir um þriðjung manna og er orsök flestra ótímabærra andláta undir 65 ára aldri. Oft er háþrýstingur áunninn, til dæmis ef við borðum of mikið salt eða ruslfæði. Það er svo sem í lagi að leyfa börnunum okkar að smakka snakk en höfum hugfast að við foreldrarnir berum ábyrgð á hvaða fæði þau venjast að borða því hegðun er allt að 95% vani. Það getur aldrei verið til góðs að halda að börnunum fæði sem getur stytt líf þeirra.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun