Fyrstu viðbrögð við blekkingu Johnny Wayne var að slá verkefnið út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 22:30 Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2 Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2
Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði