Gjöldin hækkað um sextíu prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 08:00 Allir liðir launatengdra gjalda hafa vaxið frá aldamótum og telur Félag atvinnurekenda varasamt að ganga lengra í þeim efnum. Fréttablaðið/Anton Brink Atvinnurekandi sem var með tíu manns í vinnu árið 2000 og greiddi þeim þá miðgildi launa hefur nú aðeins efni á að greiða tæplega sex starfsmönnum laun nema til komi framleiðniaukning sem vegi upp á móti kostnaðinum. Á tímabilinu hafa launatengd gjöld farið úr því að vera 13,5 prósent af launum í 21,8 prósent og hækkað þannig alls um ríflega sextíu prósent. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir Félag atvinnurekenda og kynnt verður í dag. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir hækkun launatengdra gjalda á undanförnum tveimur áratugum sláandi. Kostnaðurinn sé orðinn verulega íþyngjandi fyrir fyrirtæki. „Við teljum að það verði ekki gengið lengra í því að leggja byrðar tengdar launagreiðslum á fyrirtæki,“ segir Ólafur í samtali við Markaðinn. Því hærri sem launatengdi kostnaðurinn sé, þeim mun meira hikandi séu fyrirtæki við að bæta við sig starfsfólki. Í skýrslunni, sem hagfræðingarnir Gunnar Haraldsson og Kári S. Friðriksson skrifuðu, er farið yfir þróun launa undanfarin ár og er þá miðað við launagreiðslur til félagsmanna í VR. Er meðal annars bent á að útborguð laun hafi hækkað verulega frá árinu 2011 á verðlagi síðasta árs en þannig hafi tekjulægsti hópurinn hækkað um 20,2 prósent á tímabilinu, þeir sem séu með laun nálægt miðgildi hafi hækkað um 21,8 prósent og þeir tekjuhæstu um 23,3 prósent. Á sama tíma hafi tekjuskattur snarhækkað, eða um tæp 33 prósent hjá tekjulægsta hópnum, 26 prósent hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi og 23,6 prósent hjá þeim sem eru með hæstu tekjurnar. Launatengd gjöld, það er kostnaður launagreiðanda sem leggst ofan á laun, hafa hækkað enn meira á tímabilinu – á verðlagi ársins 2018 – en fyrir tekjulægsta hópinn hafa slík launatengd gjöld hækkað um 42 prósent, 38,3 prósent hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi og 37,2 prósent hjá þeim tekjuhæstu, eftir því sem fram kemur í skýrslunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaVinna þarf gegn þróuninni Ólafur bendir á að launatengd gjöld hafi í fyrra verið um 21,8 prósent af launum sem þýði í reynd að fyrirtæki með fimm starfsmenn borgi laun þess sjötta í launatengd gjöld. Varasamt sé að ganga lengra í þessum efnum. Vinna þurfi gegn þróuninni. „Hækkun tryggingagjaldsins átti til dæmis að vera tímabundin vegna afar slaks atvinnuástands eftir hrun en hún hefur ekki gengið að fullu til baka. Á næsta ári verður tryggingagjaldið enn heilu prósentustigi hærra en fyrir hrun,“ segir Ólafur. Í skýrslu Intellecon kemur auk þess fram að hlutur útborgaðra launa af heildarlaunum hafi lækkað hjá öllum tekjuhópum en þó mest hjá þeim tekjulægstu. Hlutfallslega hafi hlutur tekjuskatts hækkað umtalsvert en hlutfall launatengdra gjalda hins vegar haldist óbreytt. „Það þýðir að hlutfall launatengdra gjalda af útborguðum launum hefur hækkað töluvert. Fyrir lægstu tíundina hækkaði þetta hlutfall úr 22,5 prósentum í 26,5 prósent, fyrir miðgildið hækkaði hlutfallið úr 26,3 prósentum í 29,9 prósent og fyrir efstu tíundina úr 28,8 prósentum í 32 prósent,“ segir í skýrslunni og er þá átt við tímabilið 2011 til 2018.162 prósenta raunaukning Skýrsluhöfundar fjalla enn fremur um kostnað atvinnurekenda af því að greiða meðallaun og benda á að raunaukning launatengdra gjalda nemi um 162 prósentum frá aldamótum. Sé miðað við fast verðlag hafi launagreiðandi þurft að reiða af hendi rúmar 43 þúsund krónur í launatengd gjöld af meðallaunum árið 2000 en nú greiði atvinnurekandi hins vegar rúmar 113 þúsund krónur í launatengd gjöld af meðallaunum. Raunaukningin er því ríflega 160 prósent, eins og áður sagði, en á þessum tíma hafa laun hækkað um tæp 60 prósent á föstu verðlagi, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Má því rekja aukninguna aðallega til aukinna opinberra álaga en þar munar mest um hækkun á mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð launþega. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Atvinnurekandi sem var með tíu manns í vinnu árið 2000 og greiddi þeim þá miðgildi launa hefur nú aðeins efni á að greiða tæplega sex starfsmönnum laun nema til komi framleiðniaukning sem vegi upp á móti kostnaðinum. Á tímabilinu hafa launatengd gjöld farið úr því að vera 13,5 prósent af launum í 21,8 prósent og hækkað þannig alls um ríflega sextíu prósent. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir Félag atvinnurekenda og kynnt verður í dag. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir hækkun launatengdra gjalda á undanförnum tveimur áratugum sláandi. Kostnaðurinn sé orðinn verulega íþyngjandi fyrir fyrirtæki. „Við teljum að það verði ekki gengið lengra í því að leggja byrðar tengdar launagreiðslum á fyrirtæki,“ segir Ólafur í samtali við Markaðinn. Því hærri sem launatengdi kostnaðurinn sé, þeim mun meira hikandi séu fyrirtæki við að bæta við sig starfsfólki. Í skýrslunni, sem hagfræðingarnir Gunnar Haraldsson og Kári S. Friðriksson skrifuðu, er farið yfir þróun launa undanfarin ár og er þá miðað við launagreiðslur til félagsmanna í VR. Er meðal annars bent á að útborguð laun hafi hækkað verulega frá árinu 2011 á verðlagi síðasta árs en þannig hafi tekjulægsti hópurinn hækkað um 20,2 prósent á tímabilinu, þeir sem séu með laun nálægt miðgildi hafi hækkað um 21,8 prósent og þeir tekjuhæstu um 23,3 prósent. Á sama tíma hafi tekjuskattur snarhækkað, eða um tæp 33 prósent hjá tekjulægsta hópnum, 26 prósent hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi og 23,6 prósent hjá þeim sem eru með hæstu tekjurnar. Launatengd gjöld, það er kostnaður launagreiðanda sem leggst ofan á laun, hafa hækkað enn meira á tímabilinu – á verðlagi ársins 2018 – en fyrir tekjulægsta hópinn hafa slík launatengd gjöld hækkað um 42 prósent, 38,3 prósent hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi og 37,2 prósent hjá þeim tekjuhæstu, eftir því sem fram kemur í skýrslunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaVinna þarf gegn þróuninni Ólafur bendir á að launatengd gjöld hafi í fyrra verið um 21,8 prósent af launum sem þýði í reynd að fyrirtæki með fimm starfsmenn borgi laun þess sjötta í launatengd gjöld. Varasamt sé að ganga lengra í þessum efnum. Vinna þurfi gegn þróuninni. „Hækkun tryggingagjaldsins átti til dæmis að vera tímabundin vegna afar slaks atvinnuástands eftir hrun en hún hefur ekki gengið að fullu til baka. Á næsta ári verður tryggingagjaldið enn heilu prósentustigi hærra en fyrir hrun,“ segir Ólafur. Í skýrslu Intellecon kemur auk þess fram að hlutur útborgaðra launa af heildarlaunum hafi lækkað hjá öllum tekjuhópum en þó mest hjá þeim tekjulægstu. Hlutfallslega hafi hlutur tekjuskatts hækkað umtalsvert en hlutfall launatengdra gjalda hins vegar haldist óbreytt. „Það þýðir að hlutfall launatengdra gjalda af útborguðum launum hefur hækkað töluvert. Fyrir lægstu tíundina hækkaði þetta hlutfall úr 22,5 prósentum í 26,5 prósent, fyrir miðgildið hækkaði hlutfallið úr 26,3 prósentum í 29,9 prósent og fyrir efstu tíundina úr 28,8 prósentum í 32 prósent,“ segir í skýrslunni og er þá átt við tímabilið 2011 til 2018.162 prósenta raunaukning Skýrsluhöfundar fjalla enn fremur um kostnað atvinnurekenda af því að greiða meðallaun og benda á að raunaukning launatengdra gjalda nemi um 162 prósentum frá aldamótum. Sé miðað við fast verðlag hafi launagreiðandi þurft að reiða af hendi rúmar 43 þúsund krónur í launatengd gjöld af meðallaunum árið 2000 en nú greiði atvinnurekandi hins vegar rúmar 113 þúsund krónur í launatengd gjöld af meðallaunum. Raunaukningin er því ríflega 160 prósent, eins og áður sagði, en á þessum tíma hafa laun hækkað um tæp 60 prósent á föstu verðlagi, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Má því rekja aukninguna aðallega til aukinna opinberra álaga en þar munar mest um hækkun á mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð launþega.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira