Bjarki stýrir 30 manna hersveit í norska hernum: „Fólk fær sínar hugmyndir úr amerískum bíómyndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2019 11:30 Bjarki stefnir enn hærra í norska hernum. Bjarki Brynjarsson er 28 ára íslenskur strákur sem stýrir 30 manna hersveit í norska hernum. Eftir útskrift úr Verslunarskólanum vildi hann halda á vit ævintýranna og setti stefnuna á norska herinn sem verður að teljast óvenjulegur áfangastaður að loknu stúdentsprófi. Ásgeir Erlendsson settist niður með Bjarka sem hefur verið í sjö ár í hernum og ræddi við hann í Íslandi í dag í gær. „Það var einhver ævintýraþrá þegar maður var að klára menntaskólann og ég heyri af þessu tækifæri að fara út til Noregs og í herinn. Um leið og ég heyri þetta ákvað ég að stökkva á það,“ segir Bjarki. Foreldrar Bjarka tóku hugmyndinni með ró og kipptu sér ekkert upp við að sonurinn stefndi á að þreyta inntökupróf í norska hernum.Sá Bjarka aldrei fyrir sér í verkfræði „Mér leist bara vel á það. Ég hafði aldrei séð Bjarka fyrir mér í Háskóla Íslands eða Háskóla Reykjavíkur í verkfræðinni eða annað slíkt og þó ég vissi ekki mikið um norska herinn þá vissi ég þó það að þarna fengi hann góða menntun og mjög góða reynslu,“ segir Guðrún Árnadóttir, móðir Bjarka. „Maður fann það í umhverfi okkar meðal vina og fjölskyldu að fólk hafði lítinn skilning á þessu og jafnvel voru fordómar. Við erum svolítið heimóttaleg við Íslendingar og maður fann það í þessu tilfelli,“ segir Brynjar Harðarson, faðir Bjarka. „Ég flyt út haustið eftir Versló og vinn einn vetur til þess að læra tungumálið.“ Bjarki hefur töluverðan íþróttabakgrunn en hann stundaði handbolta og fótbolta með Val sem barn og unglingur. „Þetta á vel við. Það eru langflestir þarna sem eru með einhvern íþróttabakgrunn. Þetta tengist alveg vel þetta tvennt, íþróttir og það að vera í her. Ég byrjaði á inntökuprófunum sem er rosalega langt ferli og var alveg þriggja vikna pakki þar sem fyrsta vikan var allskonar próf, líkamlega og skrifleg. Einnig voru viðtöl og læknisskoðun. Síðan tekur við eina vika úti í skógi með herútbúnað. Þú ert settur í lið með einstaklingum sem maður þekkti ekki neitt og við áttum að leysa allskonar verkefni saman. Það var lítið sofið og mikið áreiti og alltaf verið að prófa mann sem leiðtoga.“Skipti um nám Eftir nokkurra mánaða dvöl í Noregi var komið að inntökuprófinu árið 2012. Samkeppnin var mikil en Bjarki segir gríðarlega aðsókn vera í grunnnámið. Bjarki flaug í gegnum inntökuprófið og gat í kjölfarið hafið grunnnám í norska hernum. „Það tók tíma að venjast aganum og það eru gerðar miklar kröfur um það að mæta á réttum tíma, eitthvað sem ég var ekki endilega vanur í skóla og íþróttum. Það er einhvern veginn allt í lagi að koma fimm mínútum of seint hérna heima en þarna úti mætir þú eða missi bara af.“ Grunnnámið tók ár og að því loknu var Bjarki orðinn undirleiðtogi í hernum. Í kjölfarið lærði hann flugvirkjun og sinnti viðhaldi á F16 orrustuþotum. Hann fann fljótlega að það væri ekki fyrir hann. Bjarki skipti því úr flughernum og sótti um að fara í þriggja ára háskólanám í leiðtogafræðum í landhernum. Á meðan náminu stóð var sífellt verið að reyna á líkamlegan og andlegan styrk. Lokahluti námsins var eins konar verklegt lokapróf sem reyndi gríðarlega á líkama og sál.Það erfiðasta sem hann hefur gert „Það er rosalega erfitt að lýsa því með orðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert og mun nokkur tímann gera. Maður fer á heræfingu og hún er bara algjör viðbjóður og er tíu daga löng. Sú heræfing byrjar á miðvikudegi og klárast á laugardeginum vikuna eftir. Þá er nánast ekkert sofið. Við byrjum þessa heræfingu á því að ganga mjög langa göngu í um þrjá tíma. Síðan mæta okkur rútur og það er keyrt af stað og síðan er byrjað að henda okkur út fimm og fimm í einu og menn fá hnit, kort og áttavita og síðan er bara lagt af stað. Þessi ganga var í 37 klukkutíma og ég gekk einhverja sextíu kílómetra út í skógi og maður kemur síðan á svæðið sem allir enda og þá byrjar í rauninni heræfingin. Þá erum við sex til sjö daga á fullu alla daga og nætur að leysa verkefni.“Hann missti tíu kíló á tíu daga heræfingu.Bjarki segir að síðustu þrjátíu og sex klukkutímarnir hafi verið afar erfiðir. Á þeim tíu dögum sem æfingin stóð yfir missti hann tæp tíu kíló. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var svo örmagna og líkaminn var svo gjörsamlega búinn og ég átti ekkert meira inni. Andlega líka var maður gjörsamlega bugaður. Maður er kannski á göngu í nokkra klukkutíma og maður man ekki eftir því. Ég hef séð myndir frá þessari heræfingu þar sem við erum að gera eitthvað og ég hreinlega man ekki eftir því.“ Bjarki segir að þessi mikla þolraun hafi svo sannarlega verið þess virði. Núna ber hann ábyrgð á þrjátíu manna hersveit og stefnir enn lengra. „Ég er yfir þrjátíu manns sem ég er að þjálfa og mennta og búa í raun til hermenn.“ Bjarki segir að fæstir geri sér grein fyrir hvað felist í því að vera hermaður og bendir á að mannúðarstörf og friðargæsla séu fyrirferðamikil í starfsemi norska hersins. „Fólk veit í raun ekki mikið um þetta og margir byggja sínar hugmyndir úr amerískum bíómyndum og þær eru að stóri leyti ekki réttar. Það er einhver hluti réttur að einhverju leyti en margt er mjög öðruvísi,“ segir Bjarki en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Bjarki Brynjarsson er 28 ára íslenskur strákur sem stýrir 30 manna hersveit í norska hernum. Eftir útskrift úr Verslunarskólanum vildi hann halda á vit ævintýranna og setti stefnuna á norska herinn sem verður að teljast óvenjulegur áfangastaður að loknu stúdentsprófi. Ásgeir Erlendsson settist niður með Bjarka sem hefur verið í sjö ár í hernum og ræddi við hann í Íslandi í dag í gær. „Það var einhver ævintýraþrá þegar maður var að klára menntaskólann og ég heyri af þessu tækifæri að fara út til Noregs og í herinn. Um leið og ég heyri þetta ákvað ég að stökkva á það,“ segir Bjarki. Foreldrar Bjarka tóku hugmyndinni með ró og kipptu sér ekkert upp við að sonurinn stefndi á að þreyta inntökupróf í norska hernum.Sá Bjarka aldrei fyrir sér í verkfræði „Mér leist bara vel á það. Ég hafði aldrei séð Bjarka fyrir mér í Háskóla Íslands eða Háskóla Reykjavíkur í verkfræðinni eða annað slíkt og þó ég vissi ekki mikið um norska herinn þá vissi ég þó það að þarna fengi hann góða menntun og mjög góða reynslu,“ segir Guðrún Árnadóttir, móðir Bjarka. „Maður fann það í umhverfi okkar meðal vina og fjölskyldu að fólk hafði lítinn skilning á þessu og jafnvel voru fordómar. Við erum svolítið heimóttaleg við Íslendingar og maður fann það í þessu tilfelli,“ segir Brynjar Harðarson, faðir Bjarka. „Ég flyt út haustið eftir Versló og vinn einn vetur til þess að læra tungumálið.“ Bjarki hefur töluverðan íþróttabakgrunn en hann stundaði handbolta og fótbolta með Val sem barn og unglingur. „Þetta á vel við. Það eru langflestir þarna sem eru með einhvern íþróttabakgrunn. Þetta tengist alveg vel þetta tvennt, íþróttir og það að vera í her. Ég byrjaði á inntökuprófunum sem er rosalega langt ferli og var alveg þriggja vikna pakki þar sem fyrsta vikan var allskonar próf, líkamlega og skrifleg. Einnig voru viðtöl og læknisskoðun. Síðan tekur við eina vika úti í skógi með herútbúnað. Þú ert settur í lið með einstaklingum sem maður þekkti ekki neitt og við áttum að leysa allskonar verkefni saman. Það var lítið sofið og mikið áreiti og alltaf verið að prófa mann sem leiðtoga.“Skipti um nám Eftir nokkurra mánaða dvöl í Noregi var komið að inntökuprófinu árið 2012. Samkeppnin var mikil en Bjarki segir gríðarlega aðsókn vera í grunnnámið. Bjarki flaug í gegnum inntökuprófið og gat í kjölfarið hafið grunnnám í norska hernum. „Það tók tíma að venjast aganum og það eru gerðar miklar kröfur um það að mæta á réttum tíma, eitthvað sem ég var ekki endilega vanur í skóla og íþróttum. Það er einhvern veginn allt í lagi að koma fimm mínútum of seint hérna heima en þarna úti mætir þú eða missi bara af.“ Grunnnámið tók ár og að því loknu var Bjarki orðinn undirleiðtogi í hernum. Í kjölfarið lærði hann flugvirkjun og sinnti viðhaldi á F16 orrustuþotum. Hann fann fljótlega að það væri ekki fyrir hann. Bjarki skipti því úr flughernum og sótti um að fara í þriggja ára háskólanám í leiðtogafræðum í landhernum. Á meðan náminu stóð var sífellt verið að reyna á líkamlegan og andlegan styrk. Lokahluti námsins var eins konar verklegt lokapróf sem reyndi gríðarlega á líkama og sál.Það erfiðasta sem hann hefur gert „Það er rosalega erfitt að lýsa því með orðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert og mun nokkur tímann gera. Maður fer á heræfingu og hún er bara algjör viðbjóður og er tíu daga löng. Sú heræfing byrjar á miðvikudegi og klárast á laugardeginum vikuna eftir. Þá er nánast ekkert sofið. Við byrjum þessa heræfingu á því að ganga mjög langa göngu í um þrjá tíma. Síðan mæta okkur rútur og það er keyrt af stað og síðan er byrjað að henda okkur út fimm og fimm í einu og menn fá hnit, kort og áttavita og síðan er bara lagt af stað. Þessi ganga var í 37 klukkutíma og ég gekk einhverja sextíu kílómetra út í skógi og maður kemur síðan á svæðið sem allir enda og þá byrjar í rauninni heræfingin. Þá erum við sex til sjö daga á fullu alla daga og nætur að leysa verkefni.“Hann missti tíu kíló á tíu daga heræfingu.Bjarki segir að síðustu þrjátíu og sex klukkutímarnir hafi verið afar erfiðir. Á þeim tíu dögum sem æfingin stóð yfir missti hann tæp tíu kíló. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var svo örmagna og líkaminn var svo gjörsamlega búinn og ég átti ekkert meira inni. Andlega líka var maður gjörsamlega bugaður. Maður er kannski á göngu í nokkra klukkutíma og maður man ekki eftir því. Ég hef séð myndir frá þessari heræfingu þar sem við erum að gera eitthvað og ég hreinlega man ekki eftir því.“ Bjarki segir að þessi mikla þolraun hafi svo sannarlega verið þess virði. Núna ber hann ábyrgð á þrjátíu manna hersveit og stefnir enn lengra. „Ég er yfir þrjátíu manns sem ég er að þjálfa og mennta og búa í raun til hermenn.“ Bjarki segir að fæstir geri sér grein fyrir hvað felist í því að vera hermaður og bendir á að mannúðarstörf og friðargæsla séu fyrirferðamikil í starfsemi norska hersins. „Fólk veit í raun ekki mikið um þetta og margir byggja sínar hugmyndir úr amerískum bíómyndum og þær eru að stóri leyti ekki réttar. Það er einhver hluti réttur að einhverju leyti en margt er mjög öðruvísi,“ segir Bjarki en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira