Hlébarði drap tveggja ára dreng í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 12:57 Hlébarðanum tókst að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Vísir/Getty Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni. Dýr Suður-Afríka Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Hlébarði drap tveggja ára dreng í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku í gær. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hlébarðanum hafi tekist að komast inn fyrir afgirt svæði þar sem hann náði til drengsins sem var sonur starfsmanns þjóðgarðsins. Fjölskylda drengsins hraðaði honum á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Forsvarsmenn þjóðgarðsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu árásir hlébarða sjaldgæfar en þjóðgarðsverðir felldu hlébarðann til að afstýra frekari hættu. Ike Phaahla, talsmaður þjóðgarðsins, sagði að aðdragandi dauða drengsins væri ekki á hreinu. Hann sagði að dýrin væru venjulega hrædd við mannfólk og færu alla jafna ekki nálægt þeim. „Í þjóðgörðum eiga rándýr það til að nálgast ferðamenn og starfsmenn sem gerir það að verkum að tegundir á borð við hlébarða venjast nærveru mannfólks og verða þar með ekki lengur hrædd,“ sagði Phaahla. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn þurfa að fylgja ströngum reglum til að halda fjarlægð frá dýrunum. Þar á meðal þarf að tryggja að öllum hliðum sé læst eftir að farið er í gegnum þau og ferðast ávallt í hópum. Phaahla segir að hlébarði þurfi að vera mjög hugrakkur til að ráðast á fullorðna manneskju en gæti hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sér lítið barn. Sá sem er yfir öllum þjóðgörðum Suður-Afríku, Fundisile Mketeni, sagði hug sinn hjá fjölskyldu barnsins. „Þetta er áhættan sem við lifum við á hverjum degi á sama tíma og við reynum að viðhalda tegundum öllum til hagsbóta,“ sagði Mketeni.
Dýr Suður-Afríka Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira