May hættir sem leiðtogi Íhaldsmenna Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 07:55 Theresa May tók við formennsku í Íhaldsflokknum í júlí 2016. Getty Breski forsætisráðherrann Theresa May mun formlega láta af embætti sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún mun hins vegar sitja áfram sem forsætisráðherra uns flokksmenn hafa valið sér nýjan leiðtoga, sem mun þá taka við forsætisráðherraembættinu í landinu. May kynnti þessar fyrirætlanir sínar fyrir hálfum mánuði og sagðist þá sjá mikið eftir því að hafa mistekist að sigla Brexit-málum í höfn. Upphaflega stóð til að Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars síðastliðinn. Útgöngu var svo frestað til 12. apríl og til þar 31. október þar sem ekki hefur tekist að fá breskan þingheim til að samþykkja útgöngusáttmála breskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Ellefu Íhaldsmenn eru taldir sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en opnað verður fyrir tilnefningar á mánudaginn kemur. Nefnd á vegum flokksins stefnir að því að tveir frambjóðendur verði eftir í baráttunni um leiðtogaembættið þann 20. júní. Flokksmenn munu svo kjósa milli þeirra og verður nýr leiðtogi flokksins kynntur á landsfundi flokksins þann 22. júlí. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri Lundúna, og umhverfisráðherrann Michael Gove eru taldir líklegastir til að taka við embættinu af May. May tók við formennsku í Íhaldsflokknum í júlí 2016 í kjölfar afsagnar David Cameron. Bretland Brexit Tengdar fréttir Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Bretlandi heldur áfram. 4. júní 2019 11:16 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Breski forsætisráðherrann Theresa May mun formlega láta af embætti sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún mun hins vegar sitja áfram sem forsætisráðherra uns flokksmenn hafa valið sér nýjan leiðtoga, sem mun þá taka við forsætisráðherraembættinu í landinu. May kynnti þessar fyrirætlanir sínar fyrir hálfum mánuði og sagðist þá sjá mikið eftir því að hafa mistekist að sigla Brexit-málum í höfn. Upphaflega stóð til að Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars síðastliðinn. Útgöngu var svo frestað til 12. apríl og til þar 31. október þar sem ekki hefur tekist að fá breskan þingheim til að samþykkja útgöngusáttmála breskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Ellefu Íhaldsmenn eru taldir sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en opnað verður fyrir tilnefningar á mánudaginn kemur. Nefnd á vegum flokksins stefnir að því að tveir frambjóðendur verði eftir í baráttunni um leiðtogaembættið þann 20. júní. Flokksmenn munu svo kjósa milli þeirra og verður nýr leiðtogi flokksins kynntur á landsfundi flokksins þann 22. júlí. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri Lundúna, og umhverfisráðherrann Michael Gove eru taldir líklegastir til að taka við embættinu af May. May tók við formennsku í Íhaldsflokknum í júlí 2016 í kjölfar afsagnar David Cameron.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Bretlandi heldur áfram. 4. júní 2019 11:16 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Bretlandi heldur áfram. 4. júní 2019 11:16
Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11