Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira