Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Arnar Geir Halldórsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2019 22:30 Uppþvotabursta beint að Emre í flugstöðinni í Keflavík. Blóðheitir stuðningsmenn Tyrkja vilja komast að því hver hann er. Gera þeir ráð fyrir að um íslenskan blaðamann sé að ræða, sem er ekki tilfellið. Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira