Sand og siðanefndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. maí 2019 07:00 Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun