Guð minn almáttugur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. maí 2019 07:30 Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Spánverjar eiga það til að ákalla hið æðsta yfirvald í tíma og ótíma og mér, mórölskum mótmælandanum, fellur það þungt. Reyndar svo að ég er farinn að svara þessu liði af germanskri gamansemi, þannig að þegar þjakaður drykkjumaður kallar upp yfir sig „æ, senjor“ þá svara ég af yfirlæti: „Já, vinur, hvað var það?“ Þetta var skemmtilegur hrellileikur þar til hlutirnir snerust í höndunum á mér þar sem ég var á gangi úti á torgi en þá heyrði ég einhvern hrópa úr mannþrönginni: „Guð minn almáttugur!“ Og ég svaraði náttúrlega af glettni minni: „Já, hvað var það, vinur?“ Það stóð ekki á svari: „Komdu hérna!“ Ég gekk á hljóðið en brá í brún þegar ég stóð frammi fyrir viðmælanda mínum því hann var blindur og nánast bæði handa- og fótalaus. Á ég nú að standa einhver reikningsskil á þessum örlögum, hugsaði ég með mér meðan ónotatilfinningin var að kvelja mig. Hann er vís með að biðja um bætur eða annað líf. En þetta fór betur en á horfðist því hann sagði að ég væri greinilega gamansamur og bauð mér að verða gjafmildur líka og setja eitthvað í baukinn sinn. Ég vildi endilega standa undir gullhömrunum svo ég spurði hvort hann tæki kreditkort. Úr varð hinn skemmtilegasti fundur sem fékk mig til að velta vöngum yfir því af hverju ég hef átt það til að forðast fólk sem örlögin hafa leikið grátt og fundist einsog ég skuldaði því eitthvað. En kannski skuldum við því einungis það að taka þeim eins og hverri annarri manneskju. Ég breyttist því eftir fund þennan. En hitt breytist ekkert og Spánverjar halda áfram að ákalla Guð og nú alveg óáreittir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar