„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Rakel Steinarsdóttir tók af urðunarsvæðinu á Vesturlandi. Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði. Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði.
Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira