Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Sigríður var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka á árunum 2011 til 2016. Fréttablaðið/Pjetur Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur