Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. maí 2019 06:00 Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Avív í Ísrael. nordicphotos/getty „Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00