May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2019 18:00 Theresa May forsætisráðherra yfirgefur Downing Stræti 10. EPA/EFE Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi. Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38