Jafngildir því að öll börn í Kópavogi og á Akureyri hafi orðið fyrir ofbeldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:00 Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira