Farage og félagar á feikimiklu flugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Farage gengur afar vel í kosningabaráttunni. Nordicphotos/AFP Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30