Segir demókrata ekki eiga að velja frambjóðanda eftir kjörþokka Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 21:56 Julián Castro var yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Obama á árunum 2014 til 2017. Vísir/Getty Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent