Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2019 23:45 Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði