Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 13:45 Kristjánsborgarhöll þar sem danska þingið hefur aðsetur. Hörð innflytjendastefna hefur verið rekin í Danmörku undanfarin ár. Vísir/EPA Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli. Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli.
Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira