Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 14:19 Þeir hjá Landssambandi veiðifélaga telja leynd um lögfræðiálit SFS til marks um að óeðliega sé að málum staðið hjá atvinnuveganefnd í því sem snýr að frumvarpi um fiskeldi. visir/egill Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira