Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 10:02 Skotar eru hvattir til að taka sig á þegar kemur að matarsóun. Vísir/Getty Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli. Loftslagsmál Skotland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli.
Loftslagsmál Skotland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira