Unga fólkið vill banna hvalveiðar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. maí 2019 06:15 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira