Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 10:16 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt. Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt.
Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22