Matthías og Klemens eftir dómararennslið: Vilja fund með Trump Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 23:13 Matthías og Klemens fyrir utan Dan Panorama hótelið í kvöld. vísir/sáp „Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision. Eurovision Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira